Framhaldsnámskeið II

Fyrir þá allra hörðustu!

Framhaldsnámskeið II er eingöngu fyrir þá sem eru reiðubúnir að leggja töluvert á sig til að ná árangri.


Á framhaldsnámskeiði II er lögð áhersla á flóknari æfingar sem byggjast á grunni fyrri námskeiða í Gallerí Voff.


Meðal annars sækja hlut, skila hlut á hæl, ganga upp og yfir tröppuhindrun og margt, margt fleira.


Framhaldsnámskeið II er 8 skipti, tveir tímar í senn. 7 verklegir tímar og próftími.


Námskeið þessi eru haldin tvisvar á ári, vor og haust og eru á laugardögum, utandyra. Hjálpartæki eru gotterí og / eða dót, t.d. bolti.


ATH! Takmarkaður fjöldi hunda kemst á hvert námskeið.


Til að komast inn á framhaldsnámskeið II þurfa bæði eigendur og hundar þeirra að hafa lokið grunnnámskeiði og framhaldsnámskeiði I í Gallerí Voff.


Skráning í s. 862-2006 á símatíma (Alla virka daga kl. 09:30-11:30 nema föstudaga)