Grunnnámskeið

Byrjendanámskeið fyrir alla hunda!

Hvert námskeið er 10 skipti, sem skiptist í verklegan tíma og bóklegan. Kennt er 1 x í viku og er hver kennslustund 1 ½ til 2 klst í senn. ATH að öll kennsla er innandyra og námskeiðin hefjast ýmist kl: 19 eða 20.


Í verklega tímananum eru kenndar hlýðniæfingar s.s. að kenna hundinum að setjast og leggjast, að bíða sitjandi, liggjandi og standandi, að koma þegar kallað er (innkall) og að ganga laus við hlið eigandans og að hlusta á nei.

Markmiðið með æfingunum er að kenna hundunum að einbeita sér að eigendum sínum, að hlusta og hlýða og að kenna eigendum að stjórna hundunum á markvissan hátt og án líkamlegra átaka.


Í bóklega tímanum er fjallað um þarfir og eðli hunda.

Eini munurinn á grunnnámskeiði fyrir hvolpa og fullorðna hunda er leiktími sem er í upphafi hvers tíma hjá hvolpunum. Þar læra hvolparnir samskipti sín á milli, að koma vel fram við aðra hunda svo allir geti lifað í sátt og samlyndi.


Ath. að námskeið þessi eru viðurkennd af heilbrigðiseftirlitinu. Hverju námskeiði lýkur með verklegu prófi fyrir hundana og skriflegu prófi fyrir eigendur.


Með því að standast prófin fæst 50% afsláttur af hundaleyfisgjöldu hjá mörgum bæjarfélögum á suð-vestur horninu.