Einkatímar

Leitið ráða fyrr en síðar - þó betra sé seint en aldrei!

Einkatíma getur fólk notað eins og það vill. Algengt er þó að fólk komi vegna hegðunarvandamála, til að læra á nýja hvolpinn sinn áður en hann kemst á námskeið, vegna þess að venjuleg námskeið henta ekki vegna vinnu eða að viðkomandi hefur um langan veg að fara.


Hegðunarvandamál stafa oftast af misskilningi en líka stundum af hreinni óþægð. Vandamálin þarf að greina til að réttri aðferð sé beitt og ekki sé verið að gera illt verra.


Þá er eigendum hundanna kenndar réttar aðferðir til að leiðrétta ranga hegðun hundsins.


Algeng vandamál eru t.d:


  • • Hundurinn hlýðir ekki innkalli.
  • • Hundurinn bítur.
  • • Hundur er árásargjarn gagnvart öðrum hundum.
  • • Hundurinn kann ekki að vera einn.
  • • Almenn óþægð, virðingaleysi.
  • • o.fl. o.fl.

Ekki láta stöku vandamál eyðileggja fyrir ykkur ánægjuna af því að eiga hundinn sem ykkur þykir svo vænt um.