
Hundurinn Íslands Ísafoldar Ljónharður lék í Japanskri bílaauglýsingu og í sjónvarpsþættinum Fortitude.

Kötturinn Jói lék í augl. f. Sjóvá 2013 og sú auglýsing vann Epica Brons verðlaunin.

Hundurinn Lagsmaður var í augl. f. Vodafone.

Hundurinn Vetur lék með Tom Cruise í stórmyndinni Oblivion.

Hestar, geitur, hænur og kindur léku með Ben Stiller í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty.

Hundurinn Vindur var notaður í Noah.

Geitur sem voru notaðar í Game of thrones.

Tíkinn Mirra lék í Galdrakarlinum í Oz 2011 og 2012.

Hundur og lamb í Duggholufólkinu.

Carn-Terrier tíkin Tönju, sem lék Tótó í Borgarleikhúsinu í Galdrakarlinum í Oz 1997.

Blendingstíkin Týra lék í mynd Hrafns Gunnlaugssonar Myrkrahöfðingjanum.

Íslenski fjárhundurinn Pjakkur, lék í fjölskyldumyndinni Ikingut.

Labradorhundurinn Keli, í Villiljósi, A Little Trip to Heaven o.m.fl. verkefnum

Kindin Góa og Chihuahua tíkin Mugga léku á sviði í Loftkastalanum í Sirkus Skara Skrípó.

Kettirnir Brandur, og Snotra, í kvikmyndunum Mávahlátri, Nóa Albónóa og Regínu.

Hrúturinn Skuggi, sem lék í bíómyndinni Hafið, austur á Neskaupstað. Skuggi átti stórleik þar.

Þýski fjárhundurinn, gæðablóðið hann Elvis, sem lék svívirðilega grimman hund í stuttmyndinni Móðan.T.d. þurfti að láta smíða uppí hann sérstakan góm svo hann virtist grimmilegri.

Svo var það hrúturinn Freyr, sem lék í Stuðmanna-myndinni Í takt við tímann

Auk þess mætti nefna fjöldan allan af auglýsingum og fleiri leikhúsverkum þar sem sérverkefni í dýratamningum á alls kyns dýrum hefur komið við sögu.